Föstudagur, 9. nóvember 2012
Að axla ábyrgð með afsögn?
Það er pínulítið undarlegt að kalla eftir því þegar fólk stendur sig illa að það stígi til hliðar og láti aðra hreinsa burtu óhreinindin.
Eftir nýjasta svona kall er ég með tvær spurningar: Var stjórnarformaður Eirar kosinn almennri kosningu? Annars getur hann ekki sagt af sér. Ef hann var ráðinn segir hann upp eða víkur en segir ekki af sér.
Ég geri ráð fyrir að margir séu á því að hann hafi glatað ærunni með aðgerðaleysi sínu en tapar hann laununum núna þegar hann segir af sér? Eða fer hann heim á biðlaunum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.