Óskað eftir íslenskumælandi starfsfólki

Í atvinnuauglýsingablaði Moggans í gær er tekið fram í auglýsingu frá 101 hóteli að aðeins íslenskumælandi umsækjendur komi til greina sem þó þurfi að kunna ensku vel. Undanfarið finnst mér einmitt hafa færst í vöxt að auglýst sé eftir starfsfólki á pólsku. Þetta er reyndar í gestamóttöku - en ætli þetta þýði að ekki íslenskumælandi fólk hafi sótt mikið um störf í hótelgeiranum?

Eða kannski finnst auglýsandanum ástæða til að taka það fram af öðru gefnu tilefni? Eftir því sem ég fæ best séð er engri íslensku veifað á heimasíðu hótelsins, bara ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband