Eftir þrjú prófkjör

Margt þótti mér skrýtið í útleggingunum eftir helgina. Kristján Möller var einhvers staðar kallaður sigurvegari prófkjöranna af því að hann fékk yfir 70% í 1. sæti í sínum flokki í sínu kjördæmi. Hann var sá eini í þessum þremur prófkjörum helgarinnar sem bauð sig einn fram í efsta sætið. Hinir tveir sigurvegararnir voru með keppinauta þannig að það strax gerir samanburðinn ótækan.

Svo keppast fjölmiðlar við að lofa frambjóðendum sæti en gleyma, steingleyma sýnist mér, að mjög mörg framboð eiga eftir að stilla upp og hefja sína baráttu. Hvort sem þau fá góða kosningu eða ekki geta þau alltént haft áhrif á sætaröðun.

Kannski er það að æra óstöðugan að taka ævinlega fram að allt gisk sé háð óvissu en mér finnst of margir gera of mikið af því að gefa sér niðurstöður.

Að því sögðu vorkenni ég vitaskuld fjölmiðlum fyrir að vera undirmannaðir. Mig minnir að RÚV hafi til dæmis sagt um helgina að tiltekinn flokkur, man ekki hvort það var xD eða xS, fengi samkvæmt nýrri reiknireglu einum manni meira. Hið rétta er að kjördæmið fær einn mann til viðbótar vegna mannfjöldabreytinga, það fækkar um einn í Norðvesturkjördæmi en fjölgar um þennan eina í Suðvesturkjördæmi.

Já, ég er að velta fyrir mér framtíðinni. Svona er ég sjálfhverf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband