Þriðjudagur, 20. nóvember 2012
Börn fædd seint á árinu
Í fyrra var grunnskólaárgangsmót og þá gerðum við okkur að leik að spá í fæðingardag þeirra sem mættu. Flestir voru fæddir í mars og svo í október eða nóvember. Við komumst líka að því að fleiri en færri hétu nöfnum með upphafsstaf aftarlega í stafrófinu. S var mikið tekið, og ef ekki í skírnarnafni þá alltént í föðurnafni.
Svona samkvæmisleikur sýndist mér vera á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Það er gaman að þessum rannsóknum.
Athugasemdir
Össj, þetta er ekki bara í blöðunum: http://www.hi.is/frettir/yngri_nemendur_i_bekk_standa_verr_ad_vigi.
Berglind Steinsdóttir, 20.11.2012 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.