Fimmtudagur, 13. desember 2012
Berlínaraspirnar > Næturóskin
Ég hef ekki lesið hina frægu seríu eftir Anne B. Ragde. Ég missti af byrjuninni og lét þá seríuna líða hjá, sá ekki þættina og hafði óljósa hugmynd um að hún gerðist í sveitakyrrðinni. Kannski vitleysa. Og nú er komin út ný bók sem heitir Næturóskin - ja, ný og ný, 2009 í Noregi, 2012 á Íslandi - og ég greip hana á bókasafninu. Hún er fljótlesin, það vantar ekki, en hún var svo skrýtin. Hún er trúlega skyld gráum tónum þótt ég hafi ekki lesið þá bók en ég átti von á einhverju öðru.
Ingunn getur ekki fest ráð sitt, óttast ekkert meira en höfnun þannig að hún þarf alltaf að vera fyrri til að slíta ástarsamböndum. Henni vegnar vel í vinnu, er fjárhagslega á grænni grein, borðar hollt en drekkur eins og bilaður vaskur og ráðskast með fólk í kringum sig.
Er hún vansæl? Eða er þetta nútímakonan sem hefur fullkomna stjórn á tilfinningunni sem skeytir hvorki um orð né eiða?

Ja, ég veit bara að ég get ekki tekið undir umsagnirnar sem vitnað er til. Sérstaklega þóttu mér samtölin frámunalega stirð og allra helst þegar barnið talaði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.