Laugardagur, 15. desember 2012
Skiptir byssueign máli?
Ég er ekkert verseruð í Bandaríkjunum og Kanada en les fréttir og reyni að fylgjast með. Mér eru nokkuð minnisstæðar myndirnar hans Michaels Moores og það var líklega í Bowling Columbine sem hann tók viðtal við Charlton Heston og fjallaði almennt um byssueign sem er einmitt mjög almenn í Bandaríkjunum og ekki í Kanada. Í Kanada leyfa menn sér að vera með dyrnar ólæstar og þaðan berast ekki svakalegar fréttir af fjöldamorðum eins og gerðist núna í Connecticut. Í Kanada er ekki sjálfsagt að hafa byssu í náttborðsskúffunni og hanskahólfinu.
Er þá Barack Obama alveg jafnforhertur og hver annar varðandi byssueign í Bandaríkjunum þegar á hólminn er komið? Staðreyndirnar fara ekki huldu höfði, við vitum öll að með byssum má skjóta fólk og það er einmitt það sem fólk gerir að hluta til með byssunum sínum. Og það getur verið banvænt.
Forlátið málæðið. Ég hefði getað látið duga að segja: Upprætið helvítis ofbeldið. Sometimes you need to be cruel to be kind.
Athugasemdir
Ég er ekki sannfærður um að skotvopnin séu vandamálið eða rót alls ills. Hér er um verulega truflað fólk að ræða sem telur sig jafnvel eiga harma að hefna.
Voðaverk má vinna með hversdagslegum hlutum sem allir hafa aðgang að. Rafgeymasýra. skæri, hnífar, stýflueyðir, (garn) prjónar, garð- og gróðuráburður, eldfæri, bensín og jafnvel vatn svo ég telji upp örfá algeng handbær verkfæri og efni. Þessa hluti geta allir nálgast á skemmri tíma en skotvopn og á nokkurs eftirlits eða hindrunar.
Það að skotvopn eru notuð gera fréttina að pólitísku verkfæri þeirra er vilja afvopna almenning í BNA. BNA menn hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að eiga og víða bera vopn ekki einungis til að veiða og hugsanlega verjast utanaðkomandi ógn. Heldur einnig til að verjast ofríki og ógnarstjórn eigin stjórnvalda. Þetta er sterkur réttur og endurspeglar hvernig til BNA var stofnað. Þannig er þessi réttur hið eðlilegasta mál þar vestra þó hann eigi ekki við hér heima.
En ég gæti ekki verið meira sammála þér "Upprætið ofbeldið" en minni jafnframt á hið fornkveðna "Si Vis Pacem - Para Bellum" sem þýða má (merkingarlega) Ef þú vilt frið - skaltu vígbúast. Því lokatakmark hvers stríðs er friður og það verður engin friður án vopna. Vopnlaus þjóð (eins og Íslendingar) eru upp á miskun óvina sinna komin.
Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 13:16
Já, vandinn felst að hluta í því að það er svo fljótlegt að koma mörgum fyrir kattarnef með skothríð. Og ástæðan fyrir því að svona fréttir berast frekar frá Bandaríkjunum en til dæmis Íslandi er fólksfjöldamunurinn - en ég get ekki varist þeirri hugsun að það sé óþarflega mikil stemning fyrir byssubrúki þar sem menn hafa „stjórnarskrárvarinn rétt til að vopnbúast“. Ég man ekki betur en að Barack hafi haft á forgangslistanum sínum að fækka hermönnum - og fékk hann ekki friðarverðlaun eftir mánuð í embætti?
Ég hélt kannski að hann læsi þetta hjá mér ...
Berglind Steinsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:34
Mér finnst þetta innlegg Berglindar mjög áhugavert. Fyrir mörgum árum skoðaði ég tíðni dauðsfalla af völdum skotárása og slysaskota í Bandaríkjunum og virtist að tæplega 20 þús. skotvopn í eigu almennings leiddu til eins dauðsfalls á ári. Ég var þá að velta fyrir mér hvort tíðnin hér á landi - með vaxandi frelsi til skotvopnaeignar - myndi hafa svipuð áhrif.
Haukur Arnþórsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:17
Það er hætt við því.
Berglind Steinsdóttir, 16.12.2012 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.