Þriðjudagur, 18. desember 2012
Vinnutími og framlegð
Það kemur reyndar ekki fram í þessari frétt en ég hef samt ótrúlega oft séð fréttir af því að Íslendingar verji hvað lengstum tíma í vinnunni en framlegðin sé í engu samræmi við það. Það gengur sem sagt lítið undan okkur. Væri ekki nær að hafa vinnutímann styttri og vinnuna skilvirkari? Þurfum við hafa sumar verslanir í smálandinu opnar frá 8-24 og sumar allan sólarhringinn? Væri ekki nær að skrifstofufólk væri átta tíma á dag í vinnunni og væri þá í vinnunni þann tíma en hefði tök á að sinna sjálfu sér og fjölskyldunni að loknum vinnutíma? Jafnvel get ég ímyndað mér að hægt væri að fækka vinnustundum um heila á dag án þess að það kæmi niður á afköstunum.
Jæja, þetta var jólaóróinn í ár.
Go' arbejdslyst!
[Hvernig segir maður það á ylhýra tungumálinu okkar?]
Að lokum legg ég til að við prentum minna. Og minna og minna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.