Laugardagur, 22. desember 2012
Jólatiltekt?
Menn keppast við að sannfæra sjálfa sig og aðra um að jólaandinn felist ekki í skápatiltekt, ofurskúringum eða 2007-jólagjöfum, heldur að fjölskyldan hittist, borði góðan mat og eigi saman gæðastund, t.d. yfir spilum. En ef enginn kann að elda, hmm? Gefa menn sér að í hverri fjölskyldu sé að minnsta kosti einn sem getur steikt hrygg, opnað baunadós, brúnað kartöflur, kryddað rauðkál, keypt ís, valið möndlugjöf og vaskað upp? Maður heyrir engan hafa áhyggjur af því.
En ég er alveg pollróleg ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.