Sunnudagur, 30. desember 2012
Tölvan eins árs ...
Ég keypti fartölvuna mína 30. desember í fyrra og hún dugir og dugir. Ég nota hana á hverjum degi en ekki alla daga sem vinnugagn. Meira að segja battaríiið er býsna staffírugt. Er ekki alltaf verið að tala um að líftími þessara nýju tækja sé svo stuttur?
Og það sem meira er, þráðlausa músin sem ég keypti í sömu innkaupaferð er svo ómissandi að það er óskiljanlegt að ég hafi áður látið einhvern pinna á lyklaborðinu duga.
Já, ég held að þetta hafi bara verið gleðilegt ár ...
Athugasemdir
Þú ættir ekki að þurfa að óttast um tölvuna þína strax. Sjálfur á ég fartölvu sem á mánuð eftir í að verða 8 ára gömul. Það er kveikt á henni snemma á hverjum morgni og slökk seint á kvöldin. Ekkert amara að henni enn. Einu vandræðin hjá mér eu hversu lítill harði diskurinn er, en fyrir átta árum voru forrit smærri og færri en nú og dugir diskurinn rétt fyrir þeim. Nú er svo komið að ég verð að fara að fórna einhverjum forritum úr henni. Öll gögn verð ég að geyma á flakkara.
Talvan mín er frá Toshiba. Hvort það er einhver gæðastimpill veit ég ekki, en hún gengur fínt enn, eftir átta ára þrælkun.
Gunnar Heiðarsson, 30.12.2012 kl. 13:24
Það er aldeilis. Tölvan mín sem söng sitt síðasta í fyrra var ThinkPad og var ekki nema í mesta lagi fimm ára. Ég á sem sagt náðug ár framundan.
Berglind Steinsdóttir, 31.12.2012 kl. 11:35
Já það er bara að sættasig við hnökrana þangað til að maður lærir að sneið framhjá þeim. Og svo nokkrum mánuðum síðar þá gerist eitthvað og maður verður galinn, en nær svo að rétta stefnunna og öðlast aftur þolinmæði og lærdóm til að sneiða hjá hnökrunum. TOSIBA er allt í lagi á meðan skapið er í lagi.
Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2012 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.