,,Með einum eða öðrum hætti"

Mál málanna á nýársdegi, áramótaskaupið.

Mér finnst að í áramótaskaupinu eigi að vera eitthvað fyrir alla aldurshópa, kannski ekki öll áhugasvið en það á að vera fjölskylduvænt. Mér finnst að pólitískir brandarar þurfi helst að vera í tveimur lögum, efnislegir og útlitslegir, þannig að þeir sem fylgjast með pólitík nái hinu efnislega en hinir geti að minnsta kosti hlegið að einhvers konar fíflalátum.

Ég sé á Facebook að menn hafa skiptar skoðanir á þessu og eins og gefur að skilja eru menn ekki á einu máli um fynd skaupsins.

Nú kann að vera að ég setji mig á háan hest en mér var oft skemmt í gærkvöldi. „Ólafs Ragnars style“ fannst mér fyndið og ég er ánægð með að höfundar hafi notað þessa nálgun. Mér finnst Sigrún Edda hins vegar ekki nógu lík Dorrit. Jóhannes Haukur náði til dæmis Má seðlabankastjóra alveg yfirgengilega vel og þau atriði fannst mér alveg fyndin líka. Flestir unglingar vissu hins vegar (örugglega) ekkert hvað var í gangi.

Athugasemdakerfi DV er oft yfirfullt af hroða (en hvað með Eyjuna eða Pressuna?) en mér hefði fundist nóg að segja þann „brandara“ einu sinni. Ég veit bara ekki hvort þeir sem á þurfa að halda taki hann til sín.

Það er æ erfiðara að halda dampi í þessu árvissa gríni þegar menn grínast opinberlega allt árið, sbr. Spaugstofuna, Spurningabombuna, Hraðfréttir, íþróttafréttir RÚV (múhahhaha, samt aðeins of oft), Mið-Ísland, Villa naglbít og Útsvar (hmm).

Það er samt frekar auðvelt að gera mér til hæfis ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband