Ein af bókunum

Þvílík vonbrigði. Þegar ég byrjaði á Unu var ég full eftirvæntingar og var þá ekki einu sinni búin að sjá þetta myndbrot sem ég hlekkjaði hér í. Tryllir, spennusaga, Óttar, flinkur penni, bráðskemmtileg saga hafði einhver sagt. Ó, en dapurlegt að vera svo á öndverðum meiði.

Sagan byrjaði ekkert illa. Fyrstu 20 blaðsíðurnar lofuðu frekar góðu. Það er að hluta til smekksatriði hvernig manni finnst takast til með bókmenntir en ég trúi ekki að nokkur myndi deila í fyllstu alvöru við mig um það að í bókinni Unu er alltof mikið útskýrt, tilfinningar túlkaðar, lesandanum sjálfum látið of lítið eftir af upplifuninni.

Söguþráðurinn er ótrúverðugur en það er allt í lagi, hann á að vera draugalegur og skáldsagnakenndur. Una er tæplega þrítug og á son á fimmta árinu sem hún „týnir“ í skyndilegum snjóbyl á Reykjanesi. Næsta árið gerir hún næstum ekkert annað en leita hans, fer iðulega á staðinn og skoðar gjótur og sprungur í kring, fer á lögreglustöðina með nýjar upplýsingar og spyr um nýjustu upplýsingar lögreglunnar sem eru aldrei neinar, er vakin og sofin - já, ekki síst sofandi einmitt að leita Péturs.

Það er víst byrjað að kvikmynda söguna og sýnishornið lofar góðu. Kvikmyndir geta verið lélegar en þær geta ekki gengið eins langt og skrifaður texti í að mata áhorfandann á tilfinningum þannig að ég held enn að myndin geti orðið spennandi.

Æ, ég er eitthvað svo sorrí yfir að hafa ekki kunnað að meta Unu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband