Japönsk hrísgrjón, hrár fiskur - og umbúðir

Ég ákvað að bjóða upp á hráan fisk í kvöld. Hvað heitir hann? Sushi? Súshí? Sushi? Sússí? Kemur ekki fram í orðabók. Fyrst var hugmyndin að kaupa tilbúið hjá Tokyo í Glæsibæ en svo ákváðum við að græja hann sjálf. Já, er það hægt? spurði ég. Og svo: Fjúff, ég þoli ekki allar þessar umbúðir, allt þetta plast sem nýtist ekki í neitt annað, sojasósa í aggalitlum flöskum og svona.

Og ég fór í Nóatún og fiskbúðina og keypti fisk og alls konar og allt margpakkað í plast og frauð og pakka og pappa og umbúðir og fleiri umbúðir. Vasabí og ediksleginn engifer í plasti og pakka. (Ofnota ég nokkuð orðið og?)

Þetta var athyglisverð tilraun og kannski get ég þetta síðar meira sjálf (ég ofsauð og vansauð hrísgrjónin smá) en djö eru miklar umbúðir í samfélaginu.

En það var auðvelt að hrista þau - bannað að margtaka lokið af (eins og ég gerði)

Allt að gerast í japönsku vefjunum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband