Sunnudagur, 27. janúar 2013
Blaðamennska kostar
Jón Trausti bloggaði um orð á dv.is í gær. Ég hef lífsviðurværi mitt af því að rýna í orð og þykjast hafa vit fyrir öðrum. Ég veit vel að mér getur skjöplast og stundum fæ ég gagnrýni fyrir að sletta en fari Jón Trausti rétt með staðreyndir í pistlinum, og ég leyfi mér að trúa honum, er eitthvað alveg stórkostlega mikið að í orðafari Hæstaréttar (reyndar er Hæstiréttur varla nefndur í pistlinum).
Á morgun ætla ég að gerast áskrifandi að DV þótt ég geti lesið blaðið annars staðar. Fólk sem stígur réttlætishjólið af svo mikilli ákefð á að minnsta kosti það skilið að ég snúi pínulítilli sveif með því.
Athugasemdir
Þó fyrr hefði verið. Leit alltaf á þig sem dyggan stuðningsmann.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.