Föstudagur, 1. febrúar 2013
Löggilding, ha?
Sem leiðsögumaður mætti ég á Dag menntunar Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Natura í morgun. Þar voru margir færir fyrirlesarar og morgunstundin var skemmtileg í góðum félagsskap. En auðvitað hjó ég mest eftir því að aðalfyrirlesarinn talaði fjálglega um gildi menntunar, sagði marga sjálfsagða hluti um fyrirtækjarekstur (en meðvitaður um það og gerði það mjög skemmtilega) en lagði sem sagt mikið upp úr menntun, já, og framkomu, stöðugri bætingu í starfi, metnaði í rekstri og betri afkomu sem tengist öllu framantöldu.
Framkvæmdastjóri SAF sat þarna og hlýddi á eins og ég og nú hlýtur hún að fara að átta sig á nauðsyn þess að leiðsögumenn fái löggildingu starfsheitis. Hæft fólk flýr stéttina, með eða án menntunar ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.