Þetta er aldrei búið ...

Nú er dómur fallinn og við sýknuð. Frábært. En hvað kostaði biðin? Hvað kostuðu allar löngu ræðurnar sem voru fluttar vikum saman? Var ekki allt í frosti á meðan?

Hvað kostar orðsporið? Og erum við alveg saklaus? Var kannski rétt að fara af stað með innlánasöfnun í Bretlandi og Hollandi á sínum tíma? Eru Björgólfur og Sigurjón klókir viðskiptamenn? Þurfti Seðlabankinn ekkert að leggja út? Tapaði ég ekki sparifé? Hækkuðu ekki skuldir heimilanna? Eru ekki gjaldeyrishöft? Var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki með lögheimili hér árum saman?

SpKef, Íbúðalánasjóður, verðbólga, gengi, matvælaverð - það fer svo mikill hrollur um mig við tilhugsunina um að við höldum að allt sé í himnalagi að ég held helst að ný ísöld sé runnin upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband