Étinrexa

Manni er nú umhugað um íslenska tungu, framþróun hennar og fjölbreytileika. Ekki vil ég að hún staðni og tréni eins og uppþornuð vefsíða. Ég fékk í morgun tækifæri til að rifja upp hina góðu sögn étinrexa sem varð til í skrafli nýlega. Merkingin er augljós, að gera veður út af matnum sem manni er gert að borða í mötuneytinu, á oftast við um matvönd börn.

Ég sé nú að orðið myndi gera sig engu minna gildandi í fimbulfambi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var alveg útilokað að skrifa: tréexina

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvaða hvaða, metnaðurinn var bara alla lifandi að drepa. Í sama skrafli bjuggum við til sögnina nördahopa sem merkir - augljóslega - þann sem dregur sig að óþörfu í hlé. Svona eru þessir opnu orðflokkar, téhéhé, bjóða étinrexandi nördahopara velkomna.

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband