Mánudagur, 11. febrúar 2013
Ef maður slasast eða veikist
Sjálf þekki ég fáa sem vinna í heilbrigðisgeiranum og heldur ekki sérlega marga sem hafa þurft ítrekað á þjónustunni að halda. Enn sem komið er. Flestir hafa samt þurft að fara á slysó um dagana, í aðgerðir, minni eða stærri, notið sérhæfðrar þekkingar og þjónustu.
Er líklegt að heil stétt sé „hæpuð“ upp í uppsagnir og andóf? Ég á mjög bágt með að trúa því að hjúkrunarfræðingar séu á samkeppnishæfum launum þótt allt sé talið og séu í einhverju öðru stríði en heilbrigðri kjarabaráttu.
Mér finnst forgangsatriði að leysa deiluna á Landspítalanum. Hvernig gengur?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.