Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Vorið fer fram úr sér
Ég las hjá einhverjum í dag að febrúar væri hinn nýi apríl. Mér finnst hann hitta naglann á höfuðið, a.m.k. hér sunnan heiða. Daginn lengir um sex mínútur á dag og það munar um klukkutíma á rúmri viku. Það er bjart og hlýtt að fara á fætur um sjöleytið á morgnana.
Það er byrjað að vora.
Að því sögðu leggst ég alfarið gegn öllum hrókeringum og forfæringum með landsklukkuna. Ef við færum hana fram eða aftur einu sinni verður það þá að vera í eitt skipti fyrir öll.
Mikið er gott að vita eitthvað fyrir víst á þessum viðsjárverðu og síbreytilegu tímum ...
Athugasemdir
Vaknaði við fuglasöng í morgun.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 09:50
Ég líka! Svo var ég rétt í þessu að ræða hinn snemmbúna apríl við mömmu og hún sagði: Svo kemur kannski bara janúar eftir apríl.
En um að gera að njóta meðan á nefinu stendur.
Berglind Steinsdóttir, 19.2.2013 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.