Annállinn sem gefinn var út í síðustu viku í fyrsta skipti

Ég var einhvern veginn ekki mjög forvitin um Krónikuna þótt mér virðist Pétur Gunnarsson telja mig í markhópnum en þar sem ég hnaut um hana í kvöld fletti ég henni vitaskuld. Vissulega var pistillinn um sjávarútveginn í Rússlandi forvitnilegur og sitthvað fleira smálegt en uppistaðan fannst mér vera skoðanir sem ég get nálgast mikið hraðar á blogginu.

Þar sem þetta var fyrsta blaðið er ég auðvitað umburðarlyndari en andskotinn, en línuskiptingar í næsta tölublaði mega ekki vera tölvugerðar, a.m.k. ekki ef tölvan er svona vitlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband