Ein hraðasta gata í heimi

Ég veit, ég veit að ég á að tala við seljanda þjónustunnar en mér finnst samt skrýtið að þegar ég er búin að panta háhraðaþjónustu fyrir tölvuna hægi hún á sér. Ég er að manna mig upp í að hringja í ... þjónustuveitandann svokallaða. Ég fæ orðið daglega upp skilaboðin:

A problem with this webpage caused Internet Explorer to close and reopen the tab.

Og þetta er ekki einu sinni WikiLeaks!

Og núna kom:

Internet Explorer has stopped working 

A problem caused the program to stop working correctly. Windows will close the program and notify you if a solution is available.

Þá vel ég Close Program og stundum lokast einhverjir gluggar og stundum ekki. Ætli Tal eigi svar við spurningunni: Af hverju gerist þetta? Og: Er hægt að komast fyrir þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband