DV á hálum málfræðiís

Það er sjálfsagt tilviljun en mér finnst villum hafa fjölgað í blöðunum. Mönnum *lýst á eitthvað og *þeim langar í eitthvað annað. Allar málbreytingar byrja sem málvillur þannig að kannski er óþarfi að verða eitthvað hörundsár. Margar slettur hafa líka náð fótfestu, svo sem að „fíla“, og nú er sögnin að „læka“ að ryðja sér til rúms.

En ég skellti eiginlega upp úr þegar ég las þetta á dv.is:

Á fæstum ­fjölmiðlum er ekki talið við hæfi að fólk sé að fjalla um hvert um annað og búa til frægðarmenni innanhúss.

Enn held ég að menn séu á einu máli um að tvær neitanir núllist út og verði hið gagnstæða. Þess vegna má skilja „ádeiluna“ svo að á flestum fjölmiðlum sé talið við hæfi að menn fjalli hver um annan.

Ég er ekki viss um að fjölmiðlarnir töpuðu á því að hafa prófarkalesara í sínum röðum. Nema þeir geri stanslaust út á skemmtigildi handvammarinnar. Kannski er góður bisniss í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eru fjölmiðlar ekki einmitt með prófarkalesara í sínum röðum? Þekki einmitt þann sem les DV :o)

hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 08:34

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eitthvað hefur hann verið syfjaður þegar hann las mánudagsblaðið.

Berglind Steinsdóttir, 28.2.2013 kl. 23:58

3 identicon

Á sunnudegi - já.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband