Kjötið

Frá 6. október 2008 hef ég orðið mér miklu meðvitaðri um unnar og minna unnar kjötvörur, hollari og óhollari mat, hátt og lágt verð, sannvirði og allt það. Ég kaupi ekki tilbúnar samlokur í búð, ég kaupi ekki túnfisksalat í dollu (það sjá allir að meginuppistaðan er mæjónes) og ég hef aldrei séð vörumerkið Gæðakokkar. Hvaða vara er seld undir þessu merki? Er framleiðandinn kannski meira eins og heildsali og neytandinn í búðinni veit ekki hver framleiðir vöruna sem hann kaupir?

Það getur meira en verið að Melabúðin sé ekki hafin yfir vafa (ég sé alltaf annað slagið kvartanir yfir þjónustu þar og hef sjálf fengið ótrúlega lummuleg svör yfir útrunnu súkkulaði og ranglega verðmerktri vöru) eða Frú Lauga en ég held að í þeim verslunum sé til dæmis pottþétt minna unnin vara en í hinum meintu lágvöruverðsverslunum. Stafar „lága“ verðið á hakki og kjúklingum ekki einmitt af því að það er vatnsblandað kjöt?

Ég kalla eftir meiri meðvitund og minni meðvirkni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband