Frumlag fréttar

Nei, þetta er ekki málfræðifærsla. Ég varð bara svo hugsi þegar ég las frétt um nýjan þróunarstjóra 365 miðla þar sem áherslan var öll á þann sem er að hætta í því starfi, Jón Jóhannesson. Í 10-fréttum sjónvarps tók svo steininn úr þegar öll myndbirtingin gekk út á þann fráfarandi og sá nýi var ekki sýndur og varla sagður.

En umsvifin hafa aukist hjá 365. Það er væntanlega jákvætt. Eða er bara verið að fara í kringum raunveruleikann og á sá nýi, gamall háskólabróðir minn, ekki að gera það sem fréttin gengur út á, þróa - hvað? Dagskrána? Áskriftir? Starfsfólkið? Tæknibúnaðinn?

Gekk ekki fréttin öll út á að réttlæta eitthvað með því að láta eins og óvinsæll útrásarvíkingur hafi minni áhrif á daglegt starf? Fær Magnús Halldórsson að fjalla eitthvað um þetta í vinnunni?

Er þetta ekki eitthvert (yfir)klór? Og voru RÚV ekki mislagðar hendur í fréttaflutningnum?

Mér finnst ég hafa fullt leyfi til að vera eins tortryggin og spurningarmerki á forsíðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband