Þriðjudagur, 5. mars 2013
Virðing - respect (ríspekt)
Ha? Nei, ég hlýt að muna vitlaust fyrir hvað VR stendur. Af hverju í greflinum er þar hver höndin upp á móti annarri? Vonandi lánast þessu gamla (og gróna) stéttarfélagi að elska friðinn og strjúka kviðinn í kosningunni sem hefst 7. mars og stendur til 15. mars, hafi ég tekið rétt eftir, því að ég þekki fólk þarna innan dyra sem er vant að þessari virðingu (sinni) og á ekkert nema gott skilið. Og frið og sátt og samlyndi í kaupbæti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.