Virðing fyrir fréttamiðlum

Mig rak andvaralausa, grunlausa, sinnulausa og hálfsofandi í peningastrauminn sem svelgdi okkur í sig 29. september 2008. Lærdómurinn sem ég hef síðan dregið er ekki sístur sá að fjölmiðlar mata okkur. Auðvitað veit maður og skilur að fréttaveitur þurfa að velja úr - ekki passa allar fréttir heims í alvöru í 22 mínútur hvers kvölds - en ég áttaði mig ekki á því að menn fegruðu sig og bandamenn sína. Nú er ég auðvitað orðin skeptísk en það er ekki nóg þegar maður les um stórkóna veraldar og hefur ekki möguleika á að vita um hið sanna eignarhald eða raunverulegar ákvarðanir. Ég verð þá bara endalaust efins ...

Ég er að hugsa um að hætta ekki að lesa Fréttablaðið þrátt fyrir að síðasti gjörningur komi mér fyrir sjónir sem aðför að sjálfstæði ritstjórnar, ég ætla bara að verða gagnrýnni lesandi. Almennt séð veitir okkur af aðeins meiri gjörhygli. Ég get heldur ekki hætt að hlusta á suma þætti á Bylgjunni ... en ég get reynt að yggla mig annað slagið.

Og ég er krónískt efins um heilindi fráfarandi forstöðumanns þróunarsviðs 365.

En Facebook segir mér alltaf satt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband