Nýr formaður VR

Ég er ekki í VR, hafði ekki kosningarrétt og þekki ekki til innanhússmála þarna. Ég get ekki sagt að ég sé hissa á að nýr formaður hafi náð kjöri þótt munurinn komi kannski pínulítið flatt upp á mig (en hvað þykist ég vita?) en í kosningabaráttunni sem ég varð óneitanlega vör við á Facebook var að minnsta kosti engin áhersla á kynferði.

Hvað sem um Ólafíu má segja hlaut hún örugglega ekki kosninguna út á kynferði sitt. Hefur þá ekki barátta síðustu þriggja áratuga skilað einhverjum árangri? Jú, ég held það, miðað við umræðuna var hún kosin út á verðleika sína og það sem hún hafði fram að færa í kosningabaráttunni.

Er ekki svo? Er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband