Fyrirheitið land hvers?

Mér finnst ég svolítið heimtufrek. Fyrirheitna landið fannst mér steríótýpískt fyrir allan peninginn, þótt mér leiddist ekki neitt alla þrjá tímana, en samt fannst mér ekki heppnast þegar þau reyndu að brjótast út úr mögulega fyrirframgefnu normi.

Róni og dópsali (þversögn?) um fertugt býr í útjaðri borgar (London) og fulltrúar stjórnvalda vilja losna við hann til að byggja verslunarmiðstöð. Æ. Hann er hryssingur upp úr og niður úr en fólk laðast að honum. Æ. Svolítið auðvitað af því að hann á það sem fólk vill, vímu. Skapið í honum er eins og búmerang, hann hreytir í fólk, reynir að hrekja það í burtu og það kemur skríðandi, rúllandi, veltandi, vælandi og skælandi.

Ég fann til með Hilmi sem var látinn vera rámari en upparhrokkinn páfi en hann gerði ekkert af sér. Hann kom mér bara ekki á óvart. Partíliðið gladdi mig heldur ekkert sérstaklega, en Baldur Trausti kráareigandi gerði það. Hann lífgaði alltaf upp á sviðið og það gerði Eggert líka.

Barnsmóðir og barn. Æ. Lokaákvörðun. Æ.

En ég þekki fólk sem ég tek mark á sem var ánægt með sýninguna þannig að ég hvet áhugasama til að fara í Þjóðleikhúsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband