Mánudagur, 25. mars 2013
Gæftir öskunnar
Nú eru rétt að verða komin þrjú ár síðan gosið varð í Eyjafjallajökli, gos sem dreifði ösku vítt og um vítt. Hún var okkur vond og við kvörtuðum að vonum. Samt, og nú hljóma ég ægilega vís, hlaut maður að hugsa að í þessu landi sem við byggjum hefðu eldgos verið tíð og orðið aftur og aftur öldum saman. Eitthvað spurðist það út að í öskunni væri næring.
Framtíðarávinningur er samt ekki nóg þegar bömmer dagsins er svo nálægur. En nú er sem betur orðið ljósara að askan gerir okkur gott:
Þessi járnríka aska var hinsvegar gæðaáburður fyrir undirstöður fæðukeðjunnar í Norður Atlantshafi þar sem hún féll til hafs suður af Íslandi.
Ég fagna ógurlega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.