Ó, persónukjör

Ég hlustaði á forsvarsmenn framboða í sjónvarpinu í gær, fannst enginn standa sig illa þótt ég hafi vissulega lagt eyrun meira eftir sumum en öðrum. Ég er svo spéhrædd að ég segi ekki opinberlega hvað hugnast mér best en mikið fann ég hvað ég vildi geta kosið þvert á flokka.

Ég vildi hafa einhverja tegund af persónukjöri.

Hvað skiptir mestu máli? Efnahagslíf, atvinnulíf, velferðarkerfið, lýðræði og fleira, í mismunandi röð eftir einstaklingum og tímabilum. En þegar maður horfir til baka sér maður að sumir hafa betur risið undir trausti manns en aðrir. Þannig held ég að margir muni óhjákvæmilega kjósa eftir þeim einstaklingum sem skipa efstu sæti einstakra lista. Ég heyri menn kveina undan því að þingmenn séu 63, séu of margir. Ég held að það sé ekki endilega tilfellið, ef menn sinna vinnunni vel eru þeir á þönum alla daga, þetta er ekki einfalt starf. Efnahagsmál og umhverfismál eru flókin, samspilið vandasamt, framtíðin óráðin og andstæðingarnir þverir. Fyrir hvern sem er.

Það er mörg skýrslan og margt álitaefnið. Forgangsröðunin er pottþétt röng - en hver ber ábyrgð á því? Stjórn eða stjórnarandstaða á hverjum tíma?

Ég vildi að ég mætti velja 63 einstaklinga sem slíka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband