Spurt var í útvarpinu: Hvað segið þið, eigum við að viðurkenna sögnina að ,,læka" sem fullgild íslensk orð? Hafið þið aðrar hugmyndir?

Ég gat ekki stillt mig um að senda stutt Facebook-svar til Bítisins áðan: 

Það er ugglaust til betri sögn en að „læka“ en það sem hún hefur umfram sögnina að „líka við“ er að hún er persónuleg (ég læka, þú lækar, við lækum - breytist eftir persónunni) en „líka við“ er ópersónuleg (mér/þér/honum/ykkur líkar við - breytist ekki). Og þótt við spyrnum betur við fótum en Danir tölum við samt um að dissa, bögga, gúgla, fíla og djamma (en með íslenskum rithætti). Svo fara menn á pöbbinn og ef mér skjöplast ekki því meir var biskup upprunalega „tökuorð“. Sem betur fer er tungumálið kvikt. Er þetta ekki þráður þótt enginn sé hnykillinn?

Ég held að „rétt“ og „rangt“ séu ofmetin hugtök í tungumáli. Við ættum að spyrja okkur: Hvað er lipurt, hvað lagar sig að málkerfinu, hvað mun fólk nota? Ef orð beygjast, hægt er að skrifa þau og þau skiljast má nota þau. Samt hef ég sjálf aldrei getað vanist því að tala í gemsa ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband