Geymslutími evru

Ef til vill myndi mjólkin geymast betur ef hún væri keypt fyrir evru (en ekki pund?). Geymslutími evru kvað vera langvinnari. Ég þarf að velta þessu fyrir mér.

En 1. mars nálgast óðfluga og athygli mín var vakin á því að sælgæti mun lækka meira en t.d. grænmeti. Ég fór því með verðlagssjána í Krónuna:

Rískubbar frá Freyju, 170 g, 12 kubbar: 289 kr.

Svartur ópal, salmíak, 40 g: 128 kr.

Hvítt maltesers, 165 g: 298 kr.

Wella-háralitur: 985 kr.

Ég sá líka bananasprengjurnar frá Nóa en þær voru dýrari en í Bónusi þannig að ég ákvað að láta þær eiga sig, hehe. Tilfinning mín er að Krónan sé dýrari en evran ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband