Kosningaþættirnir í útvarpinu

Gósentíð. Kosningabarátta 14 framboða er háð fyrir mig. Ég er kjósandi í Reykjavíkurkjördæmi norður en nú sit ég spennt við útvarpið (og vefinn: http://www.ruv.is/beint) og fylgist með oddvitum í Norðvesturkjördæmi. Mér finnst aðdáunarvert hvað frambjóðendur eru flinkir að svara fyrir sig, jafnt nýir sem notaðir. Línur eru lagðar, stefnu er fylgt úr hlaði, spyrlar halda utan um spurningar og svör og ég mala í sófanum.

Næstum allir sem ég þekki þykjast ósammála mér en samt þekki ég urmul sem er í framboði. Er fólk ekki bara að skrökva upp á sig áhugaleysi? Er þetta ekki aðaláhugamál allra sem lifa í samfélagi?

Ég vil persónukjör!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband