Föstudagur, 12. apríl 2013
Birgitte Nyborg
Ég missti af Höllinni á sunnudaginn og frétti að Birgitte hefði verið grilluð í beinni útsendingu í kappræðum. Nú sá ég endursýninguna og já, hún var sossum grilluð - en ef fréttamenn gæfu frambjóðendum svona mikinn tíma og svona mikla athygli myndu þeir almennt hlaupa meira og oftar á sig. Vandinn er að spyrlar eru á eilífum hlaupum frá dýptinni (ekki síst núna þegar framboð eru mjög mörg) og frambjóðendur eru sjaldan þýfgaðir um djúp svör við djúpum spurningum.
En Birgitte sem gaf frá sér orðið og athyglina, það dýrmætasta sem frambjóðendur hafa í kosningabaráttu, segir okkur auðvitað að hana vantaði þekkingu á efnahagsmálunum. Hún ætlaði að skauta í gegnum þáttinn á fyrirsögnum.
Er ekki ein Birgitte eða tvær í íslenskri pólitík?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.