Hraðfréttir Gonzales

Ég er yfirleitt áhugasöm um nýjungar, mætti jafnvel kalla tilbreytingu. Í vinnu er ég spennt fyrir nýjungum nýjunganna vegna. Breyting, jafnvel þótt hún sé í einhverju tilliti óþörf, getur leitt til góðs, opnað nýjar brautir, bætt aðferðir og haft skemmtigildi. Ég læri eitthvað nýtt og það viðheldur ferskleikanum.

Mér fannst Hraðfréttir sjúklega fyndndar fyrstu tvö, þrjú skiptin og ágætar í nokkur skipti eftir það. Mér fannst ég svolítið þurfa að verja það af því að ég þekki marga sem fannst þær asnalegar. Nú horfi ég stundum og mér stekkur ekki bros. Brandarinn er búinn. Hugmyndin lifir ekki meira en fimm, sex skipti. Þessar snöggsoðnu ekkifréttir, lélegt grínið, yfirlætið - allt þetta á ekki erindi lengur.

Berglind hefur talað ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband