Ísland - dýrast í heimi?

Ég man ekki betur en að það sé alltaf í 1.-3. sæti yfir dýrustu löndin, Noregur er líka ofarlega. Einhvers staðar heyrði ég útundan mér einhvern tala um að best væri að markaðssetja það sem dýrasta landið (fyrir ferðamanninn). Er það ekki góð hugmynd? Um leið og það er orðið afgerandi dýrast gera menn líka kröfur, ferðamenn til okkar og við til okkar. Það ætti að lyfta metnaðinum (og laununum hjá pöpulnum í ferðaþjónustunni).

Við eigum miðnætursól og milda vetur á sumrin, snjó, myrkur og norðurljós á veturna. Það er líka óþarfi að leyfa Finnum að einoka jólasveininn. Svo eigum við sjúklega góðan mat. Hann er það ekki allur, en ég endurtek að við eigum sjúklega góðan mat. Ég var einu sinni að vinna í matartjaldi á víkingahátíð í Hafnarfirði og þar runnu út flatkökur með lambakjöti, já, ekki hangikjöti, bara venjulegu guðdómlegu lambakjöti af sumargengnu. Og núna eru ábyggilega ýmsir á leiðinni hingað á Food & Fund. Svo er tónlistin mjög ... íslensk.

Lækkum bara áfengisgjaldið vegna þess að ferðamenn sjá engan sjarma við að borga 700-kall fyrir rauðvínsdreitil með lambinu. Setjum svo trukk í Ísland - dýrast í heimi. Go!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband