Miðvikudagur, 17. apríl 2013
10 dagar til stefnu
Sem kjósandi geri ég hóflegar kröfur. Ég vil vera sólarmegin í lífinu en samt halda jöklunum. Ég vil auka túrismann en nenni samt ekki að halda við stígum eða klósettum. Ég vil vera í kjörþyngd en samt borða ís og popp í kvöldmat. Ég vil geta lesið í myrkri en þó þannig að mér súrni aldrei fyrir augum. Ég vil að brúnt klæði mig þótt annað sé vísindalega sannað. Og ég vil borða bragðgóðan kjúkling sem aldrei hefur þjáðst.
En fyrst og fremst vil ég keppnislaug í bakgarðinn minn.
Ég get valið milli 13 framboðslista og enginn þeirra er sniðinn að mínum hógværu kröfum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.