Sunnudagur, 21. apríl 2013
Hvað þýðir nafnið?
Nú þegar Simmi og Jói eru að syngja lokalögin sín í laugardagsþætti Bylgjunnar get ég játað að ég hef oft hlustað á fyrsta dagskrárliðinn þeirra, hringt í venjulega Íslendinga og þeir vaktir. Stundum hefur það verið hálfmisheppnað, eins og fara gerir, en oft hafa þeir hitt á spakt fólk sem hefur komist á flug í beinni útsendingu.
Hlustendur hringja inn nöfn og í langan tíma hafa orðið fyrir valinu frekar óvenjuleg nöfn og Simmi og Jói því spurt út í þau. Til að hafa engan fyrir rangri sök verður víst að segja að oft hefur fólk þekkt uppruna nafnanna og einhverja sögu en líklega hef ég alltaf orðið jafn hissa þegar fólk hefur ekki vitað að það ætti engan nafna eða enga nöfnu og ekki þekkt upprunann. Ég veit upp á dag hvenær mitt nafn varð til og hvers vegna ég heiti því ...
Það er sem sagt ekki hluti af uppeldi hvers barns að ræða fram og til baka um tilurð nafnanna, aðra nafnbera og beygingu.
Í dag var ég svo í fjallgöngu með meðal annarra hollenskri stúlku sem var skírð gælunafni og hún dæsti ógurlega og sagðist ekki skilja í foreldrum sínum. Auðvitað spáir maður í þetta ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.