Stormur í lattebolla?

Kannski er ég bara meðvirk en mér finnst ekki skrýtið að veitingastaður vilji selja vöruna sem hann hefur á boðstólum. Nú er ég bara búin að heyra þytinn af ágreiningi AA-mannsins Bubba við Kaffi París, er ekki í samtökunum, er ekki á fundunum, kaupi hvorki kaffi á þeim né kaupi það ekki og þekki ekki mér vitanlega neinn sem hefur verið á AA-fundi á kaffihúsinu. Þess vegna hugsa ég hér bara upphátt og almennt að staður sem rekur sig á því að selja vörur og þjónustu vill eðlilega ekki að hópur manns leggi undir sig staðinn.

Eftir að innviðum Kaffis Parísar var breytt um árið, allt opnað meira og gert háværara hefur mér hins vegar fundist það verri mótsstaður og sting aldrei upp á því sjálf. Það er þó allt önnur saga og ég er nógu meðvirk til að mæta þangað ef aðrir velja það. Það morar allt í kaffihúsum í bænum þannig að mínir lattelepjandi vinir mættu vanda valið betur ...

Æ, gleðilegt sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband