Vonbrigði með Undantekninguna

Mér fannst Rigning í nóvember frábær bók, dálítið draumkennd og fljótandi, ekki endilega sannfærandi söguþráður en falleg mynd og spennandi. Undantekningin er dálítið of lík, söguþráðurinn vissulega annar en aðalpersónan kona sem kemst óvænt í álnir eftir að líf hennar tekur kollsteypu, og dularfullir aðdáendur á hliðarlínunni. Fegurð hennar er svo ómæld að allir súpa hveljur áður en þeir neyðast til að hafa orð á því.

Svo er hún hvergi nærri nógu vel yfirlesin. Óbeinar spurningar enda iðulega á spurningarmerki og á blaðsíðu 137 er talað um akgrein. Ég veit að það er meinlaust ef sagan rís undir sér en þegar mér finnst hún ekki gera það vil ég að lágmarki hafa fráganginn óaðfinnanlegan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband