Erum við svona fréttaþyrst?

Það lætur nærri að á tveggja tíma fresti berist tíðindi af því hver hefur talað við hvern um stjórnarmyndun og menn séu þýfgaðir um niðurstöðu og skjóta framvindu. Að sönnu hafa stjórnarmyndunarviðræður oft tekið skamman tíma, a.m.k. síðustu áratugi, en kannski í og með vegna þess að menn höfðu tíma og svigrúm til að einbeita sér að samningsatriðum og snertiflötum.

Nú les ég á RÚV að viðræður séu komnar í gang og bladíbla og ég, áhugamaðurinn ógurlegi um framtíðina, er hætt að nenna að lesa. Þetta er bara enn ein ekkifréttin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband