Harold Fry brýtur vanann

Ég var að klára „Hina ótrúlegu pílagrímsgöngu Harolds Fry“ sem hefur verið rómuð líkt og Gamlinginn í fyrra. Vá, hvað mér finnst mikill munur á þessum bókum. Gamlinginn var tilgerðarleg bók og víðáttuleiðinleg, þótti mér, en Pílagrímsgönguna gat ég varla lagt frá mér. Hún er sossum um þúsund kílómetra göngu en miklu meira um uppgjör við eigið líf. Harold gruflar í sálarlífi sínu á göngunni á þann hátt að maður hefur bæði áhuga á hans lífi og fær löngun til að taka til í sínum eigin hugarkirnum.

Er maður of sjálfvirkur? Er lífinu lifað af gömlum vana? Þorir maður að stíga út fyrir þægindahringinn?

Enginn er vammlaus og flestir mættu taka sig á í samskiptum við annað fólk. Um það er þessi bók í mestu hógværð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband