yr.no

Í stað þess að ganga í gættina og gá til veðurs gáir maður á vefinn. Til viðbótar við það að íslenskt veður hefur í ýmsa staði verið huggulegt síðustu 13 árin eða svo finnst mér veðurvefurinn bara býsna nákvæmur og oft hægt að treysta á hann. Vinnu minnar vegna sem og áhugamálsins skiptir veðrið mig máli.

Síðustu viku var ég svo í Stafangri í Noregi og gáði áfram reglulega á veðurvef Norðmanna - og það var bara aldrei að marka hann. Hitastigið var svo sem nærri lagi en sólin hélt sig í felum og iðulega rigndi helling í smástund og svo kom haglél án þess að um það væri getið á vefnum.

Þetta er vefurinn sem vitnað er í - og ég hef ekki góða reynslu af honum. Að vísu er svæðið víðfeðmt og fjöllótt í kring en við vorum samt gapandi upp á hvern dag yfir veðurómyndinni.

Og hananú.

Svo er mér sagt að þessi opinbera stofnun sé með ríflega 400 milljónir norskra króna á fjárlögum, þ.e. þá 8,4 milljarða á gengi dagsins. Hmm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband