Laugardagur, 25. maí 2013
Flugvöllurinn fari
Í Fréttablaðinu er frétt um að Jón Gnarr segi að ný aðflugsljós vanti við Ægisíðuna vegna flugvallarins og þau séu nauðsynlegt öryggisatriði. Ég vil að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni þannig að ég fagna öllum rökum með því. En ég fór eiginlega að flissa þegar ég las þetta. Hvað hefur verið að þeim aðflugsljósum sem hafa verið? Hefur verið of lítið ljósmagn? Hafa þau verið vitlaust staðsett?
Fréttin kemur mér fyrir sjónir eins og borgarstjórinn og borgarfulltrúinn, sem báðir vilja að flugvöllurinn fari, setji leikrit á svið. Og þótt ég sé sammála skoðun þeirra í málinu sé ég ekki að fréttin sé nein frétt. Hún er skoðun. Hún er sjónarspil. Er kolbeinn@frettabladid.is með í því eða heldur hann að hann hafi skrifað frétt þar sem vill svo til að báðir viðmælendur eru innilega sammála um útivistarsvæði og annað efni máls en þykjast pínulítið ósammála?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.