Svo var ég að tala við smið

Hann sagði mér að námið í Iðnskólanum á sínum tíma (fyrir kannski 10 árum) hefði verið ótrúlega þunglamalegt, gamaldags og langt á eftir. Er þetta ekki annars tvöföld endurtekning? Honum var líka talsvert niðri fyrir. Hann heldur að einkavæðing IR gæti orðið til góðs. Ég hef áhyggjur af iðnnámi og áhugaleysi gagnvart því - en þýðir ekki einkavæðing að skólinn fer á markað og kaupendur ætli að græða, óhagkvæmt nám líði undir lok og atvinnulífið verði fátæklegra?

Er það ekki svoleiðis?

Af hverju jókst þá ekki fjölbreytnin í bönkunum, af hverju lækkuðu ekki gjöldin og af hverju stórbatnaði ekki þjónustan? Þar er ég reyndar þakklátust fyrir heimabankann minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Þarf að einkavæða til að koma auga á það sem gott er?

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 22.2.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Berglind mín, sumt fólk kann bara eitt orð: Einkavæðing. Þess vegna tyggur það orðið aftur og aftur, hvort sem það á við eða ekki.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.2.2007 kl. 07:10

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Reyndar hermir núna ólyginn að ekki sé verið að tala um einkavæðingu, heldur sameiningu ...

Hvað sem öðru líður hef ég reyndar áhyggjur af iðnnámi, ég held að áhuginn á því fari því miður dvínandi, allir fari í bóknám.

Berglind Steinsdóttir, 25.2.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband