Miðvikudagur, 5. júní 2013
20. hæðin
Nú stendur yfir skákmót á Höfðatorgi, á 20. hæðinni. Ég man þá tíð þegar tíðindi af skákmótum voru hluti af aðalfréttatíma sjónvarpsins en nú veit ég ekki hvaða tilviljun veldur því að ég veit af skákmótinu yfirleitt.
Ég leit inn þar áðan, umferðin hófst kl. 17, og það var hálfhráslagalegt um að litast á hæðinni en útsýnið yfir Túnin var fagurt. Og nú er það verkefni mitt að komast að því hvort maður má sisona fara upp með hraðskreiðri lyftunni eða hvort það er bara opið rétt á meðan skákmótið stendur yfir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.