89/11

Fastanefndir þingsins eru átta og í hverri þeirra sitja níu fulltrúar. 

Þingmenn eru 63; 38 karlar og 25 konur. Þeir eru 60,3% og þær 39,7%. Svona fóru kosningarnar eftir að búið var að raða á framboðslista eftir forvöl, prófkjör og uppstillingar.

Nú heyrist mér, m.a. sem ég sit hér og hlusta á Vikulokin, sem eitthvert slembiblembi ráði ferðinni þegar flokkarnir kjósa fólk í nefndir. Jæja, ég get bara sagt það að ef ég sæti á þingi myndi ég helst vilja sitja í fjárlaganefnd, til vara í efnahags- og viðskiptanefnd og þrautavara í atvinnuveganefnd. En líklega er framboðið meira en eftirspurnin ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi ku eiga von á bréfi út af þessari nefndarskipan.

Ótrúlegt rugl og árið er 2013 á Íslandi.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband