Hótel í miðbænum

Egill Helgason er rökfastur maður og kann ágætlega að tjá sig en ég er samt óskaplega ósammála honum um að ástæðulaust sé að amast við nýrri hótelbyggingu á NASA-reitnum. Ég er iðulega þarna í rútum með fjölda manns og það er alltaf erfitt að athafna sig, líka þótt við séum „bara“ nokkrir stórir jeppar að sækja hópa fólks.

Þegar ég er í útlöndum vil ég líka vera miðsvæðis í borgum. Það er reyndar ekki alltaf í boði og þá er mikilvægt að almenningssamgöngur séu góðar. Á Hilton, sem ég myndi ekki flokka miðsvæðis í Reykjavík, fá hótelgestir strætópassa og komast þannig milli hverfa með sæmilegu móti. Þeir farþegar sem hafa tíma og kjósa að gera gott úr hafa farið í útsýnisferðir með strætisvagni og verið margir hverjir himinlifandi. Það væri samt til bóta að geta tekið vagn af Suðurlandsbrautinni og alla leið niður í Lækjargötu en þá þarf fólk að hafa rænu á, eða láta segja sér, að taka leið 11 af Háaleitisbrautinni.

Ef alvara verður gerð úr því að tildra upp hótelum um allan miðbæ þarf að minnsta kosti að sjá til þess að rútur, jeppar og leigubílar eigi greitt aðgengi. Passar það við Austurvöll?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér, Berglind, um kjánaskapinn með hótel á NASA-reitnum. Þegar ég er í útlöndum vil ég líka vera miðsvæðis,

en ég þarf heldur ekki að láta keyra mig inn í lobbí á hótelinu mínu. Hver kannast ekki við að vera skutlað út úr rútu handan við hornið og sagt? Gakktu svo fyrir hornið til hægri og þá sérðu hótelskiltið? Eða ef fara á í skipulagðar ferðir: Við komumst ekki alveg að hótelinu hjá ykkur, viljið þið vera svo væn að hitta okkur á næsta horni? Er eitthvað að því? Ég bara spyr...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 08:13

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér og þetta komst reyndar til tals líka í dag þar sem ég var. Það verður þá að leggja það þannig upp að gestir hótelanna sem koma í rútu gangi smáspöl. Kannski er það þannig í teikningunum ...

Berglind Steinsdóttir, 14.6.2013 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband