Að pissa eða ekki að pissa

Nú er svolítið um liðið síðan ég kom í Reynisfjöru en ég man ekki betur en að þar hafi verið lás á klósettinu sem hægt var að opna með peningi, hundrað krónum líklega. Ég man eftir að hafa horft upp á fólk halda opnu fyrir næsta mann þannig að ef brotaviljinn er einlægur er hægt að fara á svig við eðlilega rukkun til að geta haldið úti þjónustunni.

Þegar ég hef hins vegar komið með fólk á staði þar sem bæði er hægt að nýta sér salerni og kaupa sér eitthvað hefur mér sýnst flestir fá sér eitthvað. Fólk skilur að það getur tæpast ætlast til þess að einhver annar þrífi eftir það.

Hins vegar held ég að þau hjá Gullfosskaffi hafi algjörlega lög að mæla. Einhverjir hópar nýta sér þjónustuna og fara svo. Ég hef aldrei mætt öðru en góðu viðmóti á Gullfosskaffi og þau eiga sannarlega skilið að fá borgað fyrir vinnuframlagið sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband