Vex ferðaþjónustan okkur yfir höfuð?

Ég var að glugga í tölfræði um ferðaþjónustuna. Gjaldeyristekjur af henni voru á síðasta ári 23,5%. Það er slatti. Skattar af henni á árinu 2010 voru 15 milljarðar. Farþegar af skemmtiferðaskipum voru á síðasta ári 95.000. Í dag voru á höfuðborgarsvæðinu 9.000 farþegar sem komu með slíkum skipum. Samtals verða skipin ríflega 80 á þessu ári og nú þegar eru bókuð yfir 70 á næsta ári.

Erlendir ferðamenn voru á síðasta ári 673.000 og árleg aukning undanfarin ár hefur verið 7,3% að meðaltali. Við gerum ráð fyrir að komast upp í milljón eftir sjö ár.

Helmingur túristanna kemur yfir meintu sumarmánuðina þrjá en hinn helmingurinn kemur á því níu mánaða tímabili sem má kalla haust, vetur og vor. Fólk kann að meta náttúruna, matinn, gestrisnina, norðurljósin, Reykjavík, Gullfoss, Geysi og jarðhita. Böð eru vinsæl afþreying. Í október til nóvember koma hópar fólks út af Iceland Airwaves sem ég held að njóti varla sannmælis.

Við þurfum að vanda okkur til að fólk njóti dvalarinnar hérna. Og ég held að okkur séu þar verulega mislagðar hendur.

Við þurfum að hækka verðið og stjórna þannig aðganginum og flæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband