Spölurinn styttist

Vegna óvæntrar útivistar í gærkvöldi lét ég undir höfuð leggjast að gjöra heyrinkunna þessa merkilegu minningu á réttum degi:

Í tilefni af vígslu Hvalfjarðarganganna 11. júlí 1998 rifjaðist upp fyrir mér sumarið 2002 þegar ég átti Hondu Shadow Chopper og fór á því í heimsókn í Borgarnes. Ég þorði ekki í göngin á leiðinni upp eftir en ákvað að láta slag standa á bakaleiðinni og ríghélt í handföngin meðan ég hjólaði á 40 kílómetra hraða. Svitinn bogaði af mér þegar ég beygði út í kantinn Reykjavíkurmegin og hleypti skrilljón bílum framhjá.

Ég seldi það svo. Og hjálminn með. En á enn leðurgallann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband